- Auglýsing -

KA/Þór vann bikarinn í 4. flokki kvenna – myndir

Bikarmeistarar KA/Þórs í 4. flokki kvenna. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

KA/Þór varð bikarmeistari í 4. flokki stúlkna eftir þriggja marka sigur á ÍBV í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins á Ásvöllum í Hafnarfirði, 19:16. ÍBV var marki yfir í hálfleik, 10:9.


Akureyrarliðið tók forystuna þegar leið á síðari hálfleik og hélt henni alveg til loka. ÍBV reyndi allt sem það gat til þess að jafna á síðustu mínútunum og komst nærri að minnka muninn í eitt mark áður en KA/Þór skoraði 19. og síðasta mark sitt.

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Milvægasti leikmaður leiksins var valin Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.


Mörk ÍBV: Alexandra Ósk Viktorsdóttir 6, Herdís Eiríksdóttir 5, Sara Margrét Örlygsdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 1, Birna María Unnarsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Auður Snorradóttir 2, Kristín Birta Lindal Gunnarsdóttir 2, Sara María Jóhannesdóttir 2, Bríet Klara Barðadóttir 1, Kristín Andrea Hinriksdóttir 1.

Sigurgleði þegar flautað var til leiksloka. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Leikmenn bikarmeistaraliðs KA/Þórs í 4. flokki kvenna eru:

Arna Dögg Kristinsdóttir, Sara María Jóhannesdóttir, Hekla Halldórsdóttir, Dagný Hjaltadóttir, Sigrún María Pétursdóttir, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Bríet Klara Barðadóttir, Birna Rut Snorradóttir, Hólmfríður Björk Sævarsdóttir, Auður Snorradóttir, Lydía Gunnþórsdóttir, Kristín Andrea Hinriksdóttir, Júlía Sól Arnórsdóttir, Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir.

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -