- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA/Þórsarar tóku Stjörnuna í karphúsið – einn oddaleikur framundan

KA/Þór tekur á móti ÍBV í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna laugardaginn 9. september. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA/Þór tók Stjörnuna í karphúsið í annarri viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í síðdegis í dag, 34:18, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 17:7. Þar með tekur við oddaleikur hjá þessum liðum sem fram fer í TM-höllinni á sunnudaginn. Verður það eini oddaleikurinn í fyrstu umferð úrslitakeppni karla og kvenna á þessari leiktíð.

Stjarnan vann fyrsta leik liðanna sem fram fór í TM-höllinni á mánudaginn, 24:19.


KA/Þórsliðið tók öll völd í leiknum við Stjörnuna. Leikmenn voru ákveðnir enda var oddaleikur á sunnudaginn þeim efst í huga. Stjörnuliðið var ólíkt sjálfu sér frá byrjun. Það lenti átta mörkum undir, 9:1, eftir nærri 13 mínútna leik. Segja má að leikmenn Stjörnunnar hafi aldrei náð sér á strik eftir það.

Hrannar Guðmundsson þjálfari tók tvö leikhlé á fyrstu 17 mínútum leiksins. Hléin skiluðu litlu. Ekki auðveldaði það Stjörnunni róðurinn að berserksgangur rann á Mateu Lonac markvörð KA/Þór. Hún var með 70 % markvörslu í fyrri hálfleik og liðlega 50 % þegar leikurinn var gerður upp.


KA/Þórsliðið gaf ekkert eftir á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Hleypti leikmönnum Stjörnunnar aldrei upp á dekk. Síðari hálfleikur fór þar með að mestu í að bíða eftir leiktíminn liði. Yfirburður KA/Þór voru algjörir þrátt fyrir fjarveru Rutar Arnfjörð Jónsdóttur.

Nú er að bíða sunnudagsins og sjá hvað hann ber í skauti sér.

Mörk KA/Þórs: Ida Margrethe Hoberg 7, Nathalia Soares Baliana 7, Lydía Gunnþórsdóttir 6, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Aþena Einvarðsdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Anna Mary Jónsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 18, Telma Ósk Þórhallsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Britney Cots 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 7, Elísabet Millý Elíasardóttir 2.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -