Íslenska þríeykið hjá þýska 2. deildar liðinu EHV Aue fagnaði góðum sigri í kvöld á heimavelli á liðsmönnum Dormagen, 29:28, eftir að hafa verið marki undir að loknum fyrri hálfleik, 15:14. Með sigrinum færðist Aue-liðið, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar nú um skeið, upp í sjötta sæti með 22 stig eftir 18 leiki og er aðeins stigi á eftir Dormagen sem leikið hefur einum leik fleira. Aue komst upp fyrir Dresdenbúana í Eldflorenz.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aue í sex tilraunum. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue frá upphafi til enda leiksins og varði 10 skot, 27% hlutfallsmarkvarsla.
Staðan í deildinni:
HSV Hamburg 35(20), Gummersbach 29(19), N-Lübbecke 27(18), Lübeck-Schwartau 24(19), Dormagen 23(19), Aue 22(18), Elbflorenz 22(19), Grosswallstadt 19(20), Dessauer 17(19), Eisenach 17(20), Huttenberg 17(20), Hamm-Westfalen 16(17), Bietigheim 16(17), Rimpar 16(19), Wilhelmshavner 14(20), Ferndorf 12(17), Konstanz 11(18), Emsdetten 11(19), Fürstenfeldbruck 10(20).