- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kaflaskipt á Hlíðarenda

Ungmennalið Vals eftir leik fyrr á keppnistímabilinu. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals og HK skildu jöfn í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld í Origohöllinni, 24:24, í einstaklega kaflaskiptum leik. HK-liðið hafði yfirburði að loknum fyrri hálfleik og var níu mörkum yfir, 16:7. Í síðari hálfleik fór allt í skrúfuna hjá Kópavogsliðinu. Valur tók öll völd á leikvellinum og náði að hirða annað stigið þegar upp var staðið.


Valur heldur þar með öðru sæti deildarinnar en gat kvatt vonina um að krækja í deildarmeistaratitilinn sem enn var örlítill möguleiki á fyrir viðureignina í kvöld. HK siglir lygnan sjó í sjötta sæti með 13 stig eftir 14 leiki.


Mörk Vals U.: Ída Margrét Stefánsdóttir 9, Karlotta Óskarsdóttir 4, Vala Magnúsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 3, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 3, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 2.
Mörk HK U.: Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Eva Hrund Harðardóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Sigurrós Hávarðardóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -