Ungmennalið Gróttu vann annan leik sinn í 2. deild karla í handknattleik í gær. Sigurinn var liðinu ekki auðsóttur gegn Víðismönnum í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Víðir var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13. Eftir afar góðan síðari hálfleik þá vann Grótta með sjö marka mun, 32:25.
Eftir því sem sagt er á Facebook-síðu Gróttu handbolta gekk ungmennaliði félagsins flest í mót í fyrri hálfleik. Upplögð marktækifæri fóru fyrir ofan garð og neðan auk þess sem leikmenn voru oft sendir í skammarkrókinn. Er svo að skilja að Gróttumenn hafi mátt teljast góðir að vera aðeins þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik. Þeir sneru hinsvegar við blaðinu í síðari hálfleik og skoruðu 19 mörk en fengu aðeins á sig 11.
Staðan í 2. deild og næstu leikir.
Mörk Gróttu U.: Gísli Örn Alfreðsson 9, Kári Kvaran 8, Kári Benediktsson 5, Bessi Teitsson 4, Ólafur Tryggvi Guðmundsson 3, Patrekur Sanko 2, Magnús Björn Hallgrímsson 1.
Varin skot: Viðar Sigurjón Helgason 16 – Þórður Magnús Árnason 1.
Mörk Víðis: Milan Medic 7, Orfeus Andreou 6, Szymon Kowal 6, Eiður Björgvin Jónsson 2, Stefán Svanberg Kjartansson 2, Mohamed Ali Chagra 1, Tommy Cuong Vo 1.
Varin skot: Jacek Kowal 10 – Tommy Cuong Vo 5.