-Auglýsing-

Kaflaskiptur leikur og skiptur hlutur í Skógarseli

- Auglýsing -


ÍR-ingar og Selfyssingar skiptu með sér stigunum í Skógarseli í kvöld í upphafsleik 2. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Liðin áttu hvort sinn hálfleikinn og gátu síðan önglað í sigurinn í lokin en allt kom fyrir ekki. Boltinn var dæmdur af Selfossliðinu 10 sekúndum fyrir leikslok í jafnri stöðu. Eftir að hafa lagt á ráðin þá nægði það ÍR-ingum ekki til þess að skora á síðustu sekúndum. Niðurstaðan, 33:33, í Skógarseli.

Liðin tvö hafa þar með náð í sín fyrstu stig í deildinni. ÍR tapaði illa fyrir Þór á Akureyri á föstudaginn og Selfoss tapaði á heimavelli fyrir KA daginn eftir.

Selfoss var sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12, eftir að hafa ráðið lögum og lofum. ÍR-ingar keyrðu upp hraðann í síðari hálfleik og komust um skeið marki yfir þegar skammt var til leiksloka. Það kom þó í hlut Baldurs Fritz Bjarnasonar að skora jöfnunarmarkið, 33:33, þegar mínúta var eftir af leiktímanum. Baldur tók upp þráðinn frá síðustu leiktíð og skoraði alls 13 mörk að þessu sinni.

Bernard Kristján Owusu Darkoh gat ekki leikið með ÍR í kvöld vegna axlarmeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum við Þór á föstudaginn.

Mörk ÍR: Baldur Frtiz Bjarnason 13/3, Róbert Snær Örvarsson 6, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Nathan Doku Helgi Asare 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Jökull Blöndal Björnsson 1, Örn Kolur Kjartansson 1.
Varin skot: Alexander Ásgrímsson 5, 18,5% – Alexander Ásgrímsson 3, 23,1%.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Haukur Páll Hallgrímsson 6, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Anton Breki Hjaltason 2, Gunnar Kári Bragason 2, Jason Dagur Þórisson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.
Varin skot:
Alexander Hrafnkelsson 16, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -