- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karen kemst ekki með til Skopje

Karen Knútsdóttir, landsliðskona og fyrirliði á ekki heimangengt að þessu sinni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur dregið sig út úr landsliðshópnum sem tekur þátt í forkeppni heimsmeistaramótsins í Skopje í Norður-Makedóníu eftir viku. Hún gerir þetta af persónulegum ástæðum, segir í tilkynningu frá HSÍ.

Karen á fjögurra mánaðar gamla dóttur. Eins flókið og erfitt og það er að ferðast um Evrópu á tímum heimsfaraldurs um þessar mundir var útilokað að koma því við að Karen færi með.

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, sagði við handbolta.is í dag að leitað hafi verið allra leiða til að Karen gæti tekið þátt í leikjunum þremur í Skopje um aðra helgi. Engin fær leið hafi því miður fundist.

Arnar ætlar ekki að kalla inn leikmann í stað Karenar. Hópurinn sem tekur þátt í leikjunum ytra verður þannig skipaður:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (0/0)

Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (37/77)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (34/66)
Lovísa Thompson, Val (19/28)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Val (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)

Starfsfólk A landsliðs kvenna er:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Hlynur Morthens, markmannsþjálfari.
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari.
Jóhann Róbertsson, læknir.

Leikir Íslands í keppninni:
19.mars, kl. 16.45: Ísland – Norður-Makedónía
20.mars, kl. 18.45: Ísland – Grikkland
21.mars, kl. 18.45: Ísland – Litháen

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -