- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karen og Steinunn kallaðar inn í landsliðshópinn

Leikmenn íslenska landsliðsins fagnar sigri á Serbum í undankeppni EM í haust. Famundan er leikur á útivelli við Serba í undankeppni EM. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Framararnir Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir eru á meðal 18 leikmanna sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur valið í hóp sinn sem mætir Svíum og Serbum í tveimur síðustu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM sem fram fer í nóvember. Karen var síðast með í landsliðshópnum fyrir ári þegar leikið var við Slóvena í umspili um HM sæti.

Steinunn sleit krossband í landsleik í mars á síðasta ári og lék sinn fyrsta deildarleik í meira en eitt ár á síðasta laugardag með Fram gegn Aftureldingu.


„Steinunn er mikill karakter utan vallar sem innan. Hún mun hjálpa okkur mikið. Þess vegna valdi ég hana að þessu sinni. Hún er byrjuð að spila aftur og gengur vel. Við vonumst til þess að svo verði áfram svo hún geti geti tekið þátt í þessum leikjum með okkur,“ sagði Arnar í samtali við handbolta.is í en lengra viðtal við Arnar birtist síðar í dag.

„Karen hefur spilað frábærlega með Fram og því var enginn vafi á að fá hana aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar ennfremur inntur eftir valinu á Karen sem ekki var með í hópnum sem mætti Tyrkjum í tveimur leikjum í undankeppni EM 2. og 5. mars sl.

Síðustu tveir leikir íslenska liðsins verða við Svíþjóð á Ásvöllum 20. apríl og gegn Serbum ytra þremur dögum síðar. Íslenska landsliðið er í keppni við Serba um annað sætið í riðlinum og þar af leiðandi þátttökurétt á EM sem fram er í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu í nóvember.


Íslenski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (37/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (34/1).

Aðrir leikmenn:
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (12/12).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (36/41).
Andrea Jacobsen, Kristianstad (29/30).
Lovísa Thompson, Val (27/64).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (3/7).
Karen Knútsdóttir, Fram (104/370).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (10/30).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (106/223).
Thea Imani Sturludóttir, Val (52/82).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (111/327).
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (88/98).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (36/50).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (49/80).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (65/50).

Arnar valdi 19 leikmenn til æfinga fyrir leikina við Tyrki í mars sem áður er getið. Af þeim sem þá voru með en voru ekki valdar að þessu sinni eru Berglind Þorsteinsdóttir, HK, Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau og Sara Sif Helgadóttir markvörður Vals.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -