- Auglýsing -
Kári Tómas Hauksson getur ekki leikið með HK á næsta keppnistímabili vegna þess að hann er fluttur til Þýskalands með unnustu sinni, Elínu Rósu Magnúsdóttur landsliðskonu og nýjum leikmanni Blomberg-Lippe. Kári Tómas segir frá þessu í samtali við Handkastið.
Kári Tómas segir það vera eitt markmiða sinna við komuna til Þýskalands og komast að hjá liði í nágrenni við Blomberg þar sem Elín Rósa og hann búa.
Kári Tómas er örvhent skytta. Hann skoraði 39 mörk í 21 leik í Olísdeildinni á síðustu leiktíð auk tveggja marka í tveimur viðureignum HK og FH í átta liða úrslitum Olísdeildar.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -