Katla María Magnúsdóttir hefur svo sannarlega sprungið út með uppeldisliði sínu, Selfossi, eftir að hún gekk til liðs við það í sumar við komu þess í Olísdeildina á nýjan leik.
Katla María er lang markahæst í Olísdeild kvenna þegar gert hefur verið hlé á keppni vegna jóla og áramóta auk þess sem keppnin er rétt tæplega hálfnuð. Hún hefur skoraði 20 mörk meira en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fyrrverandi leikmaður Selfoss og nú leikmaður ÍBV. Hanna er í öðru sæti. Skammt á eftir henni koma Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, og Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Val.
Katla María hefur skorað rétt liðlega 8,2 mörk að jafnaði í leik.
Hér fyrir neðan er listi yfir þær sem skoraði hafa 25 mörk eða fleiri til þessa í Olísdeildinni.
Katla María Magnúsdóttir | Selfossi | 82 |
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir | ÍBV | 62 |
Elín Klara Þorkelsdóttir | Haukum | 61 |
Þórey Anna Ásgeirsdóttir | Val | 59 |
Helena Rut Örvarsdóttir | Stjörnunni | 55 |
Roberta Stropé | Selfossi | 55 |
Lena Margrét Valdimarsdóttir | Stjörnunni | 54 |
Steinunn Björnsdóttir | Fram | 54 |
Perla Ruth Albertsdóttir | Fram | 47 |
Thea Imani Sturludóttir | Val | 44 |
Mariam Eradze | Val | 41 |
Berglind Benediktsdóttir | Haukum | 40 |
Lydía Gunnþórsdóttir | KA/Þór | 40 |
Sunna Jónsdóttir | ÍBV | 40 |
Nathalia Soares Baliana | KA/Þór | 39 |
Rakel Guðjónsdóttir | Selfossi | 39 |
Eva Björk Davíðsdóttir | Stjörnunni | 37 |
Embla Steindórsdóttir | HK | 35 |
Natasja Hammer | Haukum | 35 |
Sara Katrín Gunnarsdóttir | HK | 34 |
Þórey Rósa Stefánsdóttir | Fram | 33 |
Ásdís Þóra Ágústsdóttir | Selfossi | 30 |
Birna Berg Haraldsdóttir | ÍBV | 29 |
Hildur Lilja Jónsdóttir | KA/Þór | 29 |
Lilja Ágústsdóttir | Val | 28 |
Tamar Jovicevic | Fram | 28 |
Rut Arnfjörð Jónsdóttir | KA/Þór | 28 |
Elísabet Gunnarsdóttir | Stjörnunni | 27 |
Madeleine Lindholm | Fram | 27 |
Ragnheiður Ragnarsdóttir | Haukum | 27 |
Elín Rósa Magnúsdóttir | Val | 26 |
Harpa Valey Gylfadóttir | ÍBV | 25 |