- Auglýsing -
- Auglýsing -

Katrín Helga verður áfram á Nesinu

Katrín Helga Sigurbergsdóttir í þann mund að kasta boltanum að marki ÍR. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Katrín Helga Sigurbergsdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Katrín Helga er 19 ára gömul og leikur aðallega sem vinstri skytta. Hún var næstmarkahæsti leikmaður Gróttuliðsins á nýliðnu keppnistímabil með 86 mörk í 16 leikjum auk þess að leika lykilhlutverk í varnarleik liðsins. Til viðbótar skoraði Katrín Helga 18 mörk í fimm leikjum Gróttu í umspili um sæti í Olísdeildinni gegn ÍR og HK.


Katrín Helga hóf snemma að leika með meistaraflokki en tímabilið 2017-2018 tók hún þátt í í sínum fyrstu leikjum og þá í Olísdeildinni. Hún mun því spila sitt fimmta leiktímabil þegar Grill 66-deildin fer af stað í haust.
Katrín Helga hefur verið fastaleikmaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár. Hún fer með U19 ára landsliðinu til Norður Makedóníu núna í byrjun júlí og leika í B-deild Evrópumótsins sem stendur yfir frá 10. til 18. júlí.


Davíð Örn Hlöðversson, annar af þjálfurum Gróttuliðsins, er himinlifandi með áframhaldandi veru Katrínar Helgu í Gróttu eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Katrín Helga hefur vaxið mikið sem leikmaður undanfarin ár og er lykilleikmaður liðsins bæði í vörn og sókn,“ er haft eftir Davíð Erni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -