- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kiel meistari annað árið í röð

Filip Jicha stýrði Kiel til sigurs í þýsku 1. deildinni annað árið í röð. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kiel varð í dag þýskur meistari í handknattleik karla þrátt fyrir að liðið hafi gert jafntefli við Rhein-Neckar Löwen í lokaumferðinni, 25:25. Kiel fékk 68 stig í 38 leikjum eins og Flensburg en stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum.


Flensburg vann Balingen, 38:26, í lokaleik sínum.

Úrslit í lokaumferðinni:
Ludwighafen – Göppingen 25:27
Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki mark fyrir Göppingen.

Flensburg – Balingen 38:26
Alexander Petersson skoraði ekki mark fyrir Flensburg.
Oddur Gretarsson lék ekki með Balingen vegna meiðsla.

Füchse Berlin – Bergischer 29:27
Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer vegna meiðsla.

Stuttgart – Melsungen 26:26
Viggó Kristjánsson skoraði 9/2 mörk fyrir Stuttgart.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari liðsins.

Lemgo – Magdeburg 32:27
Bjarki Már Elísson skoraði 15/5 mörk fyrir Lemgo.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 12/4 mörk fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Rhein-Neckar Löwen – Kiel 25:25
Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir Rhein-Neckar Löwen.

Coburg – Essen 31:32
Nordhorn – Erlangen 30:31
Wetzlar – Minden 28:25
Hannover-Burgdorf – Leipzig 31:28
Lokastaðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -