- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kláruðum þetta verkefni faglega – úrslitaleikur á Ásvöllum á sunnudaginn

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona fylgjast með frá hliðarlínunni í leiknum við Lúxemborg í dag. Ljósmynd/flh.lu
- Auglýsing -

„Mér fannst við klára þetta faglega í dag og förum sátt frá þessum leik,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í kvöld eftir sigur á Lúxemborg, 31:15, í fimmtu og síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna en leikið var í Lúxemborg. Með sigrinum er íslenska landsliðið komið a.m.k. með annan fótinn inn fyrir dyr lokakeppni Evrópumótsins. Framundan er úrslitaleikur um annað sæti riðilsins við Færeyinga sem töpuðu fyrir Svíum í kvöld, 31:27, í hörkuleik í Þórshöfn.


Leikurinn við Færeyinga verður á sunnudaginn klukkan 16 á Ásvöllum og verður frítt inn í boði Icelandair.

Arnar sagði það hafa reynt mjög á þolinmæðina að leika við lið Lúxemborgara. Liðið hafi leikið langar sóknir eins og við hafi verið að búast. „Mér fannst við standast þá raun mjög vel,“ sagði Arnar og bætti við að reynt hafi gera eitt og annað nýtt eins og að leika með Díönu Dögg Magnúsdóttur á miðjunni.

Ætlum okkur annað sætið

Arnar sagði að mótspyrnan hafi ekki verið mikil í Lúxemborg eins og við hafi mátt búast. Framundan væri hinsvegar mjög erfiður leikur við Færeyinga á Ásvöllum á sunnudaginn, úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. „Það er sæti sem við ætlum okkur að ná. það er gríðarlega mikilvægt fyrir framhaldið, bæði þegar dregið verður í lokakeppni EM og eins þegar kemur að styrkleikaflokkum fyrir næsta HM. Allt hefur þetta áhrif hvað á annað.

Allar hendur á dekk!

Við erum að fara í mikilvægan leik á sunnudaginn og við þurfum á öllum að halda,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari sem vonast eftir að fullt verði út úr dyrum á Ásvöllum klukkan 16 á sunnudaginn þegar hollensku dómararnir Rick Wolbertus og William Weijmans flauta til leiks Ísland og Færeyja.

Sjá einnig:

Sextán marka íslenskur sigur í Lúxemborg

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan – 5. og 6. umferð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -