- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad í öðru sæti – Drammen náði síðasta sætinu í úrslitakeppninni

Sveinn Jóhansson leikmaður Kolstad, Ísak Steinsson markvörður Drammen, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar Óskarsson leikmenn Kolstad komu allir við sögu í dag. Ljósmynd/ Roy Martin Johnsen
- Auglýsing -


Þrátt fyrir átta marka sigur á Sandnes á útivelli í síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag, 33:25, varð Íslendingaliðið Kolstad að gera sér annað sætið að góðu, stigi á eftir Elverum sem varð norskur meistari í fyrsta sinn frá 2022. Elverum hafði verið nánast áskrifandi að meistaratitlinum á árunum fyrir 2022. Kolstad varð meistari í fyrsta sinn 2023 og aftur á síðasta ári.


Sigvaldi Björn Guðjónsson var atkvæðamestur Íslendinganna fjögurra í sigurleiknum í Sandnes í dag. Hann skoraði sex mörk og var næst markahæstur.

Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk Honum var einu sinni vikið af leikvelli. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar skoruðu ekki mark. Sá síðarnefndi átti fjórar stoðsendingar.

Ísak Steinsson markvörður íslenska landsliðsins og Drammen HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Ísak og félagar í áttunda sæti

Ísak Steinsson landsliðsmarkvörður og liðsfélagar í Drammen HK höfnuðu í áttunda sæti og komast þar með í úrslitakeppnina. Drammen tapaði fyrir Bækkelaget í Ósló í dag með minnsta mun, 27:26. Ísak var skamman tíma í marki Drammen-liðsins og varði 1 skot af sjö sem hann fékk á sig.


Næst á dagskrá er úrslitakeppnina. Í átta liða úrslitum mætast:
Elverum – Drammen.
Kolstad – Halden.
Runar – ØIF Arendal.
Bergen – Nærbø.

Fyrstu leikir fara fram 9. apríl. Vinna þarf tvær viðureignir til að komast í undanúrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -