- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad viðurkennir erfiðleika – 30% launalækknun

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Forráðamenn norska meistaraliðsins hafa staðfest fregnir frá í gær að félagið eigi í alvarlegum í fjárhagslegum þrengingum. Nauðsynlegt sé að skera niður launakostnað til að halda sjó á komandi árum.

Tekjur hafi ekki verið í samræmi við áætlanir auk þess sem utanaðkomandi aðstæður hafa ekki verið hagstæður. Við verði að bregðast með allt að 30% niðurskurði á launakostnaði á komandi keppnistímabili, segir í tilkynningu frá félaginu í morgun og TV2 vitnar til.

Stórstjarna er nýkomin

Meðal leikmanna Kolstad eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Auk þeirra er rjóminn af norska karlalandsliðnu samningsbundin Kolstad um þessar mundir. Komu m.a. þrír til starfa hjá félaginu um nýliðin mánaðarmóti, þar á meðal Sander Sagosen, helsta handknattleiksstjarna Noregi á sviði karlahandknattleiks.

Hvað gerist?

Fram kemur frétt TV2 í Noregi að fyrir dyrum standi fundir með leikmönnum, umboðsmönnum og fleirum sem málið varðar. Hvað gerist ef leikmenn neita að taka á sig launalækkun er ómögulegt að segja um. Nefnt hefur verið að félagið óski eftir að menn lækki um 30% í launum á komandi ári og um 20% vegna leiktíðarinnar 2024/2025.

Launin helsti útgjaldaliðurinn

Auk niðurskurðar launa verður gripið til fleiri sparnaðaraðgerða en þar sem launakostnaður eru veigamesti útgjaldaliðurinn verður ekki hjá því komist að niðurskurðarhnífurinn komi harðast þar niður.

Blásið var í herlúðra

Mörgum kemur staða Kolstad í opna skjöldu. Ekki síst þar sem ekki er langt síðan að blásið var í herlúðra. Samið var við marga leikmenn og stefnan sett á að komast í allra fremstu röðu lið í Evrópu. Var þá reiknað með að félagið hafi verið fjármagnað til nokkurra ára. Nú lítur út fyrir að óhófleg bjartsýni hafi ríkt við áætlanagerðina þótt vissulega hafi verðbólga, veikari norsk króna og aðhald margra fyrirtækja vegna stríðsins í Úkraínu sett eitthvað strik í reikninginn.

Vann allt og alla

Kolstad varð norskur meistari, bikarmeistari og sigurlið úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. Fyrir dyrum stendur að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -