- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norsku meistararnir sagðir í fjárhagskröggum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Norska meistaraliðið Kolstad, sem íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, er sagt vera í talsverðum fjárhagskröggum. TV2 í Noregi sagði frá þessu í kvöld. Þar kemur fram að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi verið beðnir um að taka á sig allt að 30% lækkun launa.

Janus Daði Smárason landsliðsmaður og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ástæða þessa er sögð sú að tekjur hafi ekki skilað sér í þeim mæli sem vonir stóðu til. Forráðamenn félagsins leita logandi ljósi að leiðum til þess að draga úr kostnaði.

Christian Berge hætti þjálfun norska landsliðsins til þess að byggja upp Kolstad. Mynd/EPA

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Fregnirnar koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þegar auknu lífi var blásið í heldur venjulegt norskt handknattleikslið í Þrándheimi, Kolstad Håndbold, fyrir meira en ári virtist engu til sparað enda átti að koma liði félagsins í allra fremstu röð í Evrópu á fáeinum árum. Christian Berge landsliðsþjálfari Noregs sagði upp störfum hjá norska handknattleikssambandinu og var ráðinn þjálfari. Samið við leikmenn eins og enginn væri morgundagurinn.

Þrír bættust við í sumar

Auk Sigvalda og Janusar komu m.a. Torbjørn Bergerud, Magnus Gullerud og Vetle Eck Aga til félagsins um leið og Berge. Í sumar bættust við norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Magnus Abelvik Rød og Gøran Søgard Johannessen. Þegar Sagosen samdi við Kolstad á sínum tíma kom fram að hann yrðu lang launahæsti handknattleiksmaður Noregs og þótt víðar yrði leitað.

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Mikill niðurskurður

TV2 segir í frétt sinni að félagið verði að draga niður í útgjöldum um 15 milljónir norskra króna, ríflega 190 milljónir íslenskra króna. í fréttinni kemur ennfremur fram að launakostnaður hafi nærri þrefaldast milli áranna 2021 og 2022. Auk leikmanna og þjálfara hefur félagið hóp fólks í vinnu við ýmis störf.

Stjórnendur félagsins voru ekki tilbúnir að ræða við TV2 í Noregi um stöðu félagsins í dag.

Kolstad varð norskur meistari, bikarmeistari og sigurlið úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. Fyrir dyrum stendur að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -