- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Um er að ræða einstakt afrek – við spilum frábæran handbolta

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals leggur á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við höfum leikið 30 leiki á tímabilinu og unnið 29. Ég held að fullyrða megi að um einstakt afrek sé að ræða hjá okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara í handknattleik kvenna Vals í samtali við handbolta.is í gær. Valur vann titilinn annað árið í röð, í þriðja skipti undir stjórn Ágústs Þór. Um leið er um að ræða 19. meistaratitil Vals í kvennaflokki í handknattleik. Aðeins Fram hefur oftar orðið meistari, í 24 skipti.

Tilbúnar að leggja mikið á sig

Spurður um ástæður þessa frábæra árangurs Vals í vetur og í fyrra svaraði Ágúst Þór því til að hann væri í forréttindstöðu að þjálfa þetta öfluga Valslið um þessar mundir. „Stelpurnar eru agaðar. Þær æfa gríðarlega vel og eru tilbúnar að leggja mikið á sig. Liðið er skipað góðri blöndu af eldri og reyndari leikmönnum með mörgum yngri og efnilegri. Við erum einnig með bæði 3. og 4. flokk kvenna í úrslitum Íslandsmótsins. Efniviðurinn er nægur. Valur hefur ekki tjaldað til einnar nætur þegar kemur að kvennahandboltanum,“ sagði Ágúst Þór sem lauk einnig lofsorðið á samstarfsfólk sitt.

Umgjörðin er frábær

„Umgjörðin er frábær auk þess sem ég er með mjög gott þjálfarateymi með mér. Uppskriftin að árangri sem svo sannarlega er fyrir hendi hjá Val,“ sagði Ágúst Þór sem hefur þjálfað kvennalið Vals í sjö ár.

Spilum frábæran handbolta

„Liðið er að nokkru leyti orðin hálfgerð vél. Við spilum frábæran handbolta og höfum yfir að ráða mörgum leikmönnum sem geta leyst fjölbreyttar stöður. Mistökin eru fá. Varnarleikurinn er mjög góður og markverðirnir frábær,“ sagði Ágúst Þór og bætti við með áherslutón í röddinni:

„Mjög oft er talað um að við séu með gott lið sem vissulega er rétt. Sjaldnar er hinsvegar rætt um hversu góðan handbolta við leikum, hversu mikil gæðin eru í leik okkar og í þeim leikaðferðum sem liðið leikur. Allt er mjög vel útfært. Ég er þar af leiðandi mjög stoltur yfir að fá að vera þjálfari liðsins við þessar aðstæður,“ sagði Ágúst Þór auðmjúkur.

Aðeins of hátt spennustig

Spurður um erfiða byrjun í þriðja leiknum í gær svaraði Ágúst Þór: „Ég er með mjög agaða og góða leikmenn sem standa í lappirnar þótt þeir lendi undir í leikjum eins og til dæmis gerðist í kvöld. Spennustigið var aðeins of hátt. Við róuðum okkur aðeins og fórum ekki á taugum. Leikurinn stendur yfir í 60 mínútur og það má ýmislegt gera á þeim tíma,“ bætti Ágúst Þór en hann þurfti aðeins byrsta sig við leikmenn eftir um 10 mínútur í viðureigninni í gær. Þá höfðu Haukar skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins.

„Haukar eiga hrós skilið fyrir miklar framfarir í vetur. Spilamennskan er alltaf að batna. Það er alveg ljóst að Haukaliðið kemur ennþá sterkara til leiks á næsta vetri og á eftir að veita okkur og fleiri liðum ennþá meiri keppni,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara Vals í handknattleik kvenna.

Sjá einnig:

Ég er svekkt í kvöld – stolt af okkur

Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá

Valur Íslandsmeistari 2024 – annað árið í röð – vann 29 af 30 leikjum

Ég er mjög stolt af liðinu

Heldur ótrauð áfram næsta árið – alltaf jafn sætt að vinna

Áttum tvo góða leiki – viljum ná lengra

Kátína þegar tekið var við Íslandsbikarnum annað árið í röð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -