- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er svekkt í kvöld – stolt af okkur

Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka. Ljósmynd/Mummi Lú - HSÍ
- Auglýsing -

„Ég er svekkt í kvöld með niðurstöðuna í einvíginu en þegar litið er til baka þá er ég stolt yfir liðinu. Við áttum tvö virkilega flott einvígi gegn Stjörnunni og Fram. Þegar þessi rimma er gerð upp situr fyrsti leikurinn virkilega í manni, að hafa ekki náð að vinna hann af því að við vorum með góða stöðu,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona og leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að hún hafði tekið við silfurverðlaunum á Íslandsmótinu í handknattleik með samherjum sínum hjá Haukum.

Haukar sem léku sinn níunda leik í úrslitakeppninni á skömmum tíma töpuðu fyrir Val, 28:25, í N1-höllinni á Hlíðarenda í þriðju og síðustu viðureign liðanna í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn 2024.

Hafdís var erfið

„Svo mættum við bara alls ekki til leiks í leik tvö. Í kvöld var annað upp á teningnum. Við mættum flottar inn í leikinn og spiluðum vel í fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari. Svo duttum við aðeins niður. Auk þess þá var Hafdís frábær í markinu hjá Val. Hún gerði okkur virkilega erfitt fyrir,“ sagði Elín Klara og stundi þungan og skal engan undra. Hafdís fór hamförum í markinu og reyndist sannarlega óþægur ljár í þúfu sóknarmanna Hauka.

Tökum þetta á næsta ári

„Annars verður maður bara að segja að heilt yfir hafi tímabilið verð frábært. Fyrsta medalían í meistaraflokki er í höfn og eitt skref fram á við hjá okkur. Við tökum þetta á næsta ári,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka og markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur í samtali við handbolta.is á Hlíðarenda í kvöld.

Sjá einnig:

Um er að ræða einstakt afrek – við spilum frábæran handbolta

Ég er svekkt í kvöld – stolt af okkur

Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá

Valur Íslandsmeistari 2024 – annað árið í röð – vann 29 af 30 leikjum

Ég er mjög stolt af liðinu

Heldur ótrauð áfram næsta árið – alltaf jafn sætt að vinna

Áttum tvo góða leiki – viljum ná lengra

Kátína þegar tekið var við Íslandsbikarnum annað árið í röð

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -