- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég er mjög stolt af liðinu

Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Þetta var hreint fáranlegt en um leið ljúft. Við áttu svo sannarlega ekki vona á því að vinna Hauka, 3:0, því þær eru með frábært lið,“ sagði Hafdís Renötudóttir markvörður Vals og mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að hún hafði tekið við Íslandsbikarnum með samherjum sínum í kvöld eftir þriðja sigurinn á Haukum, 28:25, í N1-höllinni á Hlíðarenda.

Fagmennskan ræður

„Við unnum tvo tæpa leiki gegn Haukum en einn nokkuð örugglega. Það er mikilvægt að við náum að vera rólegar þótt við lendum undir eins og í leiknum í kvöld. Fagmennskan ræður. Ég er mjög stolt af liðinu. Við erum mjög samstilltar, erum eins og góð keðja, alveg ógeðslega flottar,“ sagði Hafdís sem var afar þakklát fyrir að vera valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar.

„Þetta er frábær gulrót að fá fyrir mig sem hluti af frábæru liði. Við áttum þetta bara allar skilið af því að við erum svo samstilltar,“ sagði Hafdís sem gekk til liðs við Val fyrir tímabilið og sér varla eftir því. Hún hefur nú orðið Íslandsmeistari með tveimur liðum.

Kom í Val til að vinna

„Ég kom í Val til þess að ná áföngum eins og þessum. Við erum fjórfaldir meistarar eftir tímabilið. Betra getur það ekki orðið,“ sagði Hafdís Renötudóttir markvörður.

Auk Íslandsmeistartitilsins varð Valur deildarmeistari, bikarmeistari og meistari meistaranna í upphafi leiktíðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -