- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orkan í húsinu hafði mikið að segja

handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

„Við spiluðum frábæran leik frá upphafi til enda. Ég hefði mátt hjálpa liðinu meira í upphafi leiksins en var betri í þeim síðari,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals sem átti stórleik í síðari hálfleik í fyrri viðureigninni við Olympiacos í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í N1-höllinni í kvöld, 30:26. Björgvin Páll varði 9 skot, var með liðlega 40% hlutfallsmarkvörslu og munaði um minna.

Trúir okkar leikjaplani

„Á hverju sem gekk þá vorum við trúir okkar leikjaplani á sama tíma og leikmenn Olympiacos með Sliskovic fremstan flokki reyndu að draga eins mikið úr hraðanum og þeim var unnt. En um leið og við náðum einu hraðaupphlaupi og marki með höllina á bak við okkur þá jókst trú okkar. Orkan í húsinu hafði mikið að segja á lokasprettinum,“ sagði Björgvin Páll.

Getur bitið í rassinn

Björgvin Páll segir að hann og félagar hans megi ekki fara með það markmið í síðari leikinn að verja forskot. „Það getur bitið menn í rassinnni,“ sagði Björgvin Páll og bætti við.

Björgvin Páll Gústavsso markvörður Vals kátur í leikslok. handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Við höfum unnið alla leikina þrettán í keppninni að þessum meðtöldum. Þess vegna verður markmið okkar í síðari leiknum að fara út og vinna. Við erum með geggjað lið og höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið síðari leikinn,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals við handbolta.is í kvöld.

Sjá einnig:

Einblínum ekki á forskotið – förum út til þess að vinna

Valur fer með fjögurra marka forskot til Grikklands

Förum út til þess að klára dæmið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -