- Auglýsing -
Hörður Fannar Sigþórsson og samherjar hans í KÍF frá Kollafirði eru komnir með bakið upp að vegg í einvígi við H71 um færeyska meistaratitilinn í handknattleik karla. KÍF tapað öðru sinni í rimmu liðanna í Kollafirði í gærkvöld, 32:25, eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 16:8.
H71 hefur þar með tvo vinninga en Hörður og félagar eru án vinnings. H71, sem vann fyrsta leikinn með 10 marka mun, 29:19, getur tryggt sér meistaratitilinn með sigri á heimavelli á laugardagskvöld.
Hörður Fannar skoraði ekki mark í leiknum í gærkvöld. Hann var hinsvegar að vanda fastur fyrir í vörninni þar sem hann gaf ekki þumlung eftir frekar en hans er von og vísa. Vegna þessa mátti hann bíta í það súra epli að vera í tvígang vísað af leikvelli í tvær mínútur.
- Auglýsing -