- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komnir vel áleiðis

Ludovig Fabregas, leikmaður Barcelona og Søren Tau Sørensen liðsmaður Elverum eigast við í leiknum í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru a.m.k. komnir með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir 12 marka sigur á Elverum í dag, 37:25, en leikið var í Barcelona. Um var að ræða fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum en sú síðari verður á sama stað á mánudag. Útilokað er að keppa í Noregi um þessar mundir þar sem kappleikir eru ekki leyfðir vegna strangra sóttvarnarreglna auk þes sem skilda er að fara í 10 daga sóttkví við komu til landsins.


Aron skoraði tvö mörk í leiknum og átti þrjár stoðsendingar. Frakkinn Dika Mem var markahæstur með sjö mörk og Blaz Janc, Ludivig Fabregas, Luka Cindric og Timothey N’Guessan skoruðu fjögur mörk hver. Alexander Blonz og Thomas Alfred Solstad skoruðu sex mörk hvor fyrir Elverum og voru markahæstir.


Eins og við mátti e.t.v. búast var talsverður munur á liðunum enda hafði Barcelona unnið alla 14 leiki sína í riðlakeppninni meðan Elverum rak lestina í sínum riðli. Barcelona var þegar komið með sjö marka forskot þegar leikurinn var hálfnaður, 19:12.

Nokkrir fengu að mæta í Palau Blaugrana-íþróttahöllina í dag og fylgjast með viðureign Barcelona og Elverum í Meistaradeild Evrópu en þeir hafa verið sjaldséðir þar á keppnistímabilinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -