Ihor Kopyshynskyi leikmaður Aftureldingar slær ekki slöku við í sumarleyfinu. Hann verður á meðal leikmanna úkraínska landsliðsins sem tekur þátt í Evrópumótinu í standhandbolta sem hefst í Alanya í Tyrklandi 8. júlí.
Þetta er sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Kopyshynskyi nýtir sumarið til þess að leika með úkraínska landsliðinu á EM í sandhandbolta.
Fjórði markahæstur
Kopyshynskyi var prímusmótor liðsins á EM fyrir tveimur árum. Úkraínumenn höfnuðu þá í áttunda sæti og var Kopyshynskyi fjórði markahæsti leikmaður mótsins með 119 mörk.
Sextán landslið eru skráð til leiks á EM karla og kvenna í sandhandbolta en íþróttin hefur átt vaxandi gengi að fagna á síðustu árum. Úkraína hafa ævinlega verið á meðal þátttuþjóða frá fyrsta Evrópumótinu í upphafi aldar. Að þessu sinni verður Úkraína í riðli með Ungverjum, Ítölum og Noregi.
Ungverjar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum í karlaflokki. Ungverska landsiðið vann Kopyshynskyi og félaga í leik um sæti í undanúrslitum.
Þýskaland er Evrópumeistari í kvennaflokki.
Kopyshynskyi framlengdi í vor samning sinn við Aftureldingu til tveggja ára. Hann kom til félagsins vorið 2022.
Kopyshynskyi semur til tveggja ára í viðbót