- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Krefjandi leikur gegn sterku og skemmtilegu liði

Hildigunnur Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir verða í eldlínunni með landsliðinu á Ásvöllum í kvöld. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

„Leikurinn verður krefjandi fyrir okkur gegn sterku og skemmtilegu liði Svía. Þetta er gott verkefni fyrir okkur á þeirri leið sem við erum,“ segir Sunna Jónsdóttir landsliðskonan reynda um viðureignina við Svía á Ásvöllum í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik.

„Svona leik viljum við spila, gegn sterkum andstæðingi sem við viljum miða okkur við til að stíga skref til áframhaldandi framfara,“ segir Sunna en leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá íslenska landsliðinu eftir þátttöku á heimsmeistaramótinu í desember. Þátttakan færði íslenska landsliðinu mikla reynslu.

„Við erum pressulausar í leikjunum. Svíar eru með hörkulið sem býður upp á allt það besta. Við munum svo sannarlega gera okkar besta til þess að svara þeim á öllum vígstöðvum eins og vel og við getum. Þess utan er gaman að spila heima. Í undanförnum heimaleikjum hefur myndast mjög góð stemning. Þar af leiðandi ríkir tilhlökkun innan liðsins,“ segir Sunna sem leikur sinn 87. landsleik í kvöld. Hún vonast eftir að fólk fjölmenni á leikinn.

Ókeypis aðgangur verður inn á leikinn við Svía á Ásvöllum í kvöld í boði Arion banka.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð220076:374
Ísland220060:374
Færeyjar200243:650
Lúxemborg200231:710
  • Síðari leikurinn við Svía fer fram í Karlskrona á laugardaginn og hefst klukkan 13.
  • Tvær síðustu viðureigninar verða 3. og 7. apríl gegn Lúxemborg ytra og við Færeyinga á Ásvöllum 7. apríl.
  • Tvö efstu lið riðilsins verða örugg um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í desember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -