- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristín verður ekki með í leiknum við Íslendinga

Kristín Þorleifsdóttir fagnar marki í leik með sænska landsliðinu gegn Spáni í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænska landsliðskonan Kristín Þorleifsdóttir, sem á íslenska foreldra, verður ekki í sænska landsliðinu sem mætir íslenska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Eskilstuna í Svíþjóð á fimmtudaginn. Kristín er meidd og varð að draga sig út úr sænska hópnum skömmu fyrir mánaðarmótin. Í stað Kristínar kallaði Tomas Axner landsliðsþjálfari í Linnea Pettersson leikmann HSG Blomberg-Lippe í Þýskalandi.


Axner segir á heimasíðu sænska handknattleikssambandsins að Pettersson sé öflugur varnarmaður sem eigi alla möguleika á að fylla skarð Kristínar í miðri vörn landsliðsins.


Kristín var í sænska landsliðinu sem hafnaði í fjórða sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar þar sem sænska landsliðið vann m.a. silfurlið Rússa með yfirburðum í riðlakeppni leikanna.


Um helgina heltist Nina Koppang, leikmaður Sävehof, úr lestinni vegna meiðsla. Hennar sæti í liðinu tekur Vilma Matthijs Holmberg, Skuru.


Sænska landsliðið, eins og það íslenska, kemur saman til fyrstu æfinga í dag.


Íslenska landsliðið æfir hér á landi í dag en heldur út til Svíþjóðar í rauðabítið í fyrramálið.

Svíar sækja Tyrki heim á sunnudaginn á sama tíma og íslenska landsliðið tekur á móti serbenska landsliðinu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í annarri umferð undankeppninnar.


Sænski hópurinn sem mætir íslenska landsliðinu í Eskilstuna á fimmtudaginn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:


Markverðir:
Johanne Bundsen, København Håndbold, 103/1.
Jessica Ryde, Herning-Ikast, 31/0.
Martina Thörn, Odense Håndbold. 24/0.

Aðrir leikmenn:
Clara Lerby, Lugi, nýliði.
Elin Hansson, Skuru, 25/44.
Linn Blohm, Györ, 120/327.
Anna Lagerquist, Rostov-Don, 77/105.
Vilma Matthijs Holmberg, Skuru, 3/0.
Mathilda Lundström, IK Sävehof, 55/73.
Nathalie Hagman, Nantes, 173/542.
Jamina Roberts, IK Sävehof, 185/416.
Melissa Petrén, København Håndbold, 37/70.
Linnea Pettersson, HSG Blomberg-Lippe, 1/0.
Carin Strömberg, Nantes, 111/161.
Emma Lindqvist, Herning-Ikast Håndbold, 40/69.
Nina Dano, Horsens, 15/17.

Daniela de Jong, Skuru – nýliði
Malin Sandberg, H65 Höör – nýliði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -