- Auglýsing -

Kristinn er í þjálfarateymi Þórs í Úlfarsárdal

Kristinn Björgúlfsson fyrrverandi þjálfari ÍR. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti

Kristinn Björgúlfsson fyrrverandi þjálfari karlaliðs ÍR er í þjálfarateymi Þórs sem hóf leik við ungmennalið Fram í Úlfarsársdal klukkan 17.30 í dag. Leikurinn er liður í Grill 66-deild karla.


Forsvarsmenn Þórs eru í þjálfaraleit eftir að Stevce Alusovski axlaði sín skinn á þriðjudaginn.


Viðvera Kristins mun ekki tengjast þjálfaraleitinni beint eftir því sem handbolti.is kemst næst. Hann er ekki þjálfari í þjálfun, ef svo má segja.


Kristinn er aðeins Halldóri Erni Tryggvasyni innan handar í leiknum en á milli þeirra er ágætur kunningsskapur. Halldór hljóp í skarðið í nokkra daga við þjálfun Þórsliðsins meðan leit að eftirmanni Alusovski stendur yfir en vonir standa til þess að fyrir endann á leitinn sjáist í næstu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -