- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristján Orri varð langmarkahæstur í Grillinu

Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu, er markakóngur Grill 66-deildar karla 2020/2021. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu, varð markakóngur Grill 66-deildar karla. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar við að skora og rötuðu skot hans í 178 skiptið í marknet andstæðinganna í 18 leikjum. Vantaði hann aðeins tvö mörk til viðbótar til að vera með slétt tíu mörk að jafnaði í leik.

Kristján Orri gaf tóninn strax í fyrstu umferð með því að skora 11 mörk gegn Fram U. í þriggja marka sigri Kríumanna, 30:27, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi föstudaginn 18. september. Reyndar var Kristján Orri svo ákafur við að skora að enginn samherji hans komst á neðangreindan lista yfir þá sem skoruðu a.m.k. 50 mörk í deildinni á keppnistímabilinu.

Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum U, og Benedikt Gunnar Óskarsson, Val U, náði lengi vel að elta Kristján Orra eða þar til Guðmundur Bragi var lánaður í mánaðartíma til Aftureldingar í Olísdeildina og Benedikt Gunnar meiddist.

Raivis Gorbunovs, leikmaður Harðar, er næst markahæstur með 133 mörk í 18 leikjum. Sex leikmenn skoruðu fleiri en 100 mörk. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem skoruðu 50 mörk eða fleiri í Grill 66-deildinni á leiktíðinni. Leikjafjöldi er fyrir aftan mörkin.

Kristján Orri Jóhannsson, Kríu, 178 – 18.
Raivis Gorbunovs, Herði, 133 – 18.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val U, 117 – 13.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum U, 113 – 13.
Hjörtur Ingi Halldórsson, HK, 103 – 18.

Guntis Pilpuks, Herði, 102 – 18.
Elvar Otri Hjálmarsson, Fjölni, 86 -18.
Jón Karl Einarsson, Haukum U, 84 – 16.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi, 84 – 18.
Brynjar Óli Kristjánsson, Fjölni, 81- 13.

Hjalti Már Hjaltason, Víkingi, 71 – 18.
Róbert Árni Guðmundsson, Fram U, 70 – 18.
Andri Dagur Ófeigsson, Selfossi U, 69 – 16.
Marteinn Sverrir Bjarnason, Fram U, 67 – 18.
Arnór Logi Hákonarson, Selfossi U, 64 – 18.

Kristján Ottó Hjálmsson, HK, 64 – 18.
Arnar Gauti Grettisson, Víkingi, 63 – 18.
Einar Þorsteinn Ólafsson, Val U, 60 – 10.
Andri Finnsson, Val U, 59 – 17.
Þorfinnur Máni Björnsson, Haukum U, 59 – 18.

Guðjón Baldur Ómarsson, Selfossi U, 58 – 13.
Aron Fannar Sindrason, Fram U, 58 – 18.
Andri Hjartar Grétarsson, VJ, 57 – 16.
Gísli Steinar Valmundsson, VJ, 54 – 17.
Garðar Benedikt Sigurjónsson, 53 – 10.

Óli Björn Vilhjálmsson, Herði, 53 – 16.
Alex Máni Oddnýjarson, Fjölni, 52 – 18.
Símon Michael Guðjónsson, HK, 51 – 17.
Ólafur Guðni Eiríksson, Víkingi, 51 – 17.
Stefán Orri Arnalds, Fram U, 51 – 18.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -