- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kröfum Stjörnunnar hafnað – draugamarkið stendur

Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Stjörnunnar og leikmenn ráða ráðum sínum inni á leikvellinum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Dómstóll HSÍ hefur hafnað kröfu Stjörnunnar um að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar verði breytt. Einnig er hafnað að leikurinn verði endurtekinn. Dómurinn var birtur fyrir stundu á heimasíðu HSÍ.


KA/Þór vann leikinn með eins marks mun, 27:26, en oftalið var mark á KA/Þór undir lok fyrri hálfleiks viðureignarinnar. Á þeim forsendum m.a. kærði Stjarnan framkvæmd leiksins og óskaði þess að úrslitum leiksins yrði breytt eða hann leikinn aftur.

Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að áður hafi verið fjallað um það af dómstól HSÍ hvort aðstæður sem þessar teljist til mistaka dómara sem tæk séu til endurskoðunar dómstóls HSÍ. Á þetta hafi m.a. reynt í kærumáli frá 2008 og vísað var til í fréttaflutningi m.a. handbolta.is á dögunum.

Í dómnum frá 2008 var það niðurstaða málsins að mistök dómara eins og þessi væru ekki tæk til endurskoðunar. Engar breytingar hafa verið gerðar á þeim reglum sem reyndi á í kærumáli 1/2008 síðan dómur féll í því máli. „Þar af leiðandi verður að skýra leikreglurnar með sama hætti í þessu máli og gert var í kærumáli 1/2008,“ segir í niðurstöðu dómsins.


„Samkvæmt framansögðu verður talið að í þessu tilviki, líkt og í kærumáli 1/2008, hafi dómarar ekki beitt reglum með röngum hætti. Þannig hafi dómarar ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Dómstóllinn fellst á að dómarar hafi eftir bestu samvisku lokið leiknum samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir höfðu. Þannig hafi dómarar ekki tekið ranga ákvörðun sem dómstóll HSÍ hafi endurskoðunarheimild á. Þó fallast megi á að um mistök sé að ræða eru mistök alltaf eðlilegur hluti leiksins og hafa sem slíka áhrif á úrslit leikja.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -