- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kveður Kaplakrika í vor

Gytis Smantauskas, FH rær á önnur mið eftir keppnistímabilið. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Litáíski landsliðsmaðurinn Gytis Smantauskas yfirgefur FH í vor þegar handknattleikstímabilinu lýkur. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Smantauskas kom til liðs við FH á síðasta sumri eftir að Einar Rafn Eiðsson gekk til liðs við KA.


Smantauskas mun ljúka keppnistímabilinu með FH-igum en þeir mæta liði Selfoss í átta liða úrslitum Olísdeild karla. Fyrsta viðureign liðanna verður í Kaplakrika á föstudaginn.


Við komuna til landsins skrifaði Smantauskas undir tveggja ára samning með útgönguleið eftir ár. Smantauskas hefur ekki alveg náð sér á strik með FH-liðinu á leiktíðinni og skoraði aðeins 25 mörk í 19 leikjum í Olísdeildinni. Ekki liggur fyrir hvort Smantauskas hafi náð samningum við annað félag fyrir næsta keppnistímabil.


FH-ingar tilkynntu fyrr í vikunni að þeir hafi samið við ungan örvhentan leikmann, Jóhannes Berg Andrason sem leikið hefur með Víkingi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -