- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennakastið: Ef ég vissi bara svarið

Lovísa Thompson fagnar einu af mörgum mörkum sínum fyrir Val á síðustu árum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Óvíst er hvenær handknattleikskonan snjalla Lovísa Thompson byrjar að leika með Val á nýjan leik. Hún hefur verið frá keppni vegna meiðsla í ár og gengist undir tvær aðgerðir, í mars og aftur í maí vegna beinflísar sem nuddaðist utan í hásin. Fyrri aðgerðin heppnaðist vel en niðurstaðan af þeirri síðari var ekki eins góð.

Rætt er við Lovísu í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Kvennakastið.

Sama spuningin á hverjum degi

„Ef ég vissi bara svarið við þessari spurningu sem ég hef nánast fengið á hverjum einasta degi í langan tíma,“ svaraði Lovísa þegar Sigurlaug Rúnarsdóttir umsjónarkona Kvennakastsins spurði hvenær von væri á Lovísu aftur út á handboltavöllinn í kappleik.

Lovísa segir í þættinum að nú herji á sig hásinarbólgur sem valdi miklum sársauka þegar hún hlaupi. Ljóst er að meðan svo er getur hún ekki leikið handknattleik. Lovísa er í sjúkraþjálfun, einnig leggur hún stund á sund sem hluta af endurhæfingu auk þess sem hún hjólar á þrekhjóli. Einnig segist Lovísa mæta á æfingar en það sé aðeins til þess að kasta bolta.

Ógeðslega svekkjandi

„Ég tek einn dag í einu og geri allar sjúkraþjálfunaræfingarnar sem við elskum. Þetta er ógeðslega svekkjandi en það er ekkert annað að gera en að halda áfram,“ segir Lovísa í Kvennakastinu.

Eftir reynsluna af undanförnu ári líti hún á langtímameiðsli íþróttafólks öðrum augum en áður.

Lovísa og Sara Odden handknattleikskona hjá Haukum eru gestir í nýjasta þætti Kvennakastsins. Í þættinum er farið yfir leiki 7. umferðar Olísdeildar kvenna, nýjustu leiki leikina í Grill 66-deildinni auk þess sem undir lokin er persónulegra viðtal við þær stöllur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -