- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lovísa fer í aðgerð í mars – beinflís nuddast við hásin

Lovísa Thompson mætir vonandi spræk til leiks á næsta keppnistímabili. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur loksins fengið botn í meiðsli sem hafa plagað hana í hálft þriðja ár. Í samtali við Vísir.is í morgun segir Lovísa hún fari í aðgerð á hásin í næsta mánuði. Þungu fargi er létt af henni að niðurstaða sé fengin sem hægt verði að vinna út frá.

Þarna var komið nóg

„Það er einhvers konar beinflís sem að ýtir í hásinina. Þetta er eitthvað sem hefur myndast út af of miklu álagi í langan tíma. Ég er búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár eða svo, en aldrei pælt meira í hvað þetta sé því ég hef alltaf náð að spila í gegnum sársaukann eða sjúkraþjálfari náð að halda þessu niðri. En þarna var komið nóg,“ segir Lovísa í samtali við Vísir.

Er fínn tímapunktur

Hún segir ennfremur að af þessu sökum sé gönguferðir orðnar henni raun. „Kannski er svolítið galið að ég hafi ekki látið mynda þetta fyrr, því mögulega hefði mátt koma í veg fyrir þetta fyrir löngu, en þetta er fínn tímapunktur núna fyrst að ég er ekki að spila. Ég get þá byrjað í fyrsta lagi á næsta tímabili,“ segir Lovísa.

Tvennt kom til

Ekkert var af samningi Lovísu við norska úrvalsdeildarliðið Tertnes undir lok síðasta árs. Tvennt hafi þar komið til, meiðsli annars vegar og hinsvegar að viðræður við Ringköbing Håndbold urðu tafsamar. Lovísa lék með Ringköbing Håndbold haust en hafði kvatt félagið þegar Tertnes skaut upp kollinum. Hún var enn með leikheimild hjá danska liðinu.


„Leikheimildin kom aldrei í gegn og ég fór heim í jólafrí, og þá var ég alveg að drepast í fætinum. Ég ákvað þá loksins að fara í myndatöku til að sjá hvað væri í gangi, og það kom frekar illa út. Þá ákvað ég bara að hætta við þetta allt saman,“ segir Lovísa í samtali við Vísir þar sem rækilega er farið yfir hennar mál.


„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -