- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennakastið fer í loftið

Hressandi hlaðvarpsþáttur í kvennahandbolta er að hefja göngu sína. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þá er handboltinn farinn að rúlla aftur af stað og tímabært að setja Kvennakastið í gang, hlaðvarpsþátt um handknattleik kvenna.

Stjórnendurnar þarf vart að kynna, en í vetur munu Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður og þjálfari meistaraflokks kvenna í Val og Víkingi, og Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari Íslands, verða við stjórnvölin!


Þeim til halds og trausts verða sérfræðingar úr ýmsum áttum: Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari mfl kv í FH, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari mfl kv í Gróttu og Ragnheiður Júlíusdóttir, fyrrverandi landsliðskona úr Fram og fleiri góðir gestir.

Léttleiki og gleði verður í fyrirrúmi þegar farið verður yfir Olís- og Grilldeild kvenna en hver umferð verður rædd, þar sem farið verður yfir leiki, leikmenn og tilþrif auk þess sem leikmaður umferðarinnar verður valinn í Olísdeildinni. Þá eru spennandi hlutir að gerast hjá landsliði kvenna sem vert er að fylgjast með og HM og undankeppni EM handan við hornið!

Spjall og rökræður, leikir og getraunir, skemmtun og jafnvel bombur í Kvennakastinu í vetur! Ekki missa af! Fyrsti þáttur verður á morgun, sunnudaginn 17. september og fer í loftið annað kvöld! Vertu með frá byrjun!

Facebooksíða Kvennakastsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -