Ekki slegið slöku við í kvennakastinu, hlaðvarpsþætti þar sem sjónum er beint að handknattleik kvenna hér á landi. Fimmtu umferð Olísdeildar lauk í gærkvöld með þremur leikjum og framundan eru landsleikir. Nýr þáttur fór í loftið í morgun, þáttur tvö í þessari viku.
Meðal efnis í nýjasta þættinum er:
🎯 farið yfir 5. umferð Olísdeildar.
🎯 kíkt á leik í Skógarselinu auk þess sem tekið var viðtal við Sollu, þjálfara ÍR
🎯 leikmaður 5. umferðar valinn 🤾♀️.
🎯 mikilvægur leikur í Grill66 í kvöld, Grótta og Selfoss kl.19.30 á Nesinu.
🎯 Kynntur til leiks nýr lið: „Nei eða já?
- Auglýsing -