- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olís kvenna: ÍR velgdi ÍBV undir uggum – úrslit kvöldsins og staðan

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir hornamaður ÍR. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Nýliðar ÍR velgdu leikmönnum ÍBV hressilega undir uggum í viðureign liðanna í 5. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Skógarseli í kvöld. ÍR-ingar voru með tögl og hagldir í 45 mínútur, eða allt þar til að ÍBV komst yfir, 23:22. Eftir það héldu Eyjamenn sjó og unnu með þriggja marka mun, 30:27.


ÍBV er þar með áfram í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Val sem átti ekki í erfiðleikum með Stjörnuna í Mýrinni í Garðabær, 30:18. Stjarnan er áfram á botni deildarinnar ásamt KA/Þór sem tapaði í heimsókn sinni til Hauka á Ásvelli, 26:20. Stórleikur Mateu Lonac í marki KA/Þór dugði skammt. Haukar fylgja ÍBV sem skugginn. Hvort lið hefur átta stig.

Brasilíska handknattleikskonan Rafaele Nascimento Fraga fékk leikheimild með KA/Þór í tæka tíð og tók þátt í viðureigninni við Hauka. Systir hennar slæst í hópinn á næstu vikum.

Sjötta umferð Olísdeildar kvenna fer fram 21. og 22. október. Hlé verður gert vegna æfinga og síðar leikja kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2024 sem fram fram fara 11. og 15. október.

Úrslit kvöldsins

Stjarnan – Valur 18:30 (10:13).
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 7, 22,6% – Sigrún Ásta Möller 0.
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 8, Lilja Ágústsdóttir 6/4, Auður Ester Gestsdóttir 5, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Sara Lind Fróðadóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 9/1, 40,9% – Sara Sif Helgadóttir 2, 28,6%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍR – ÍBV 27:30 (16:14).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 7/4, Hanna Karen Ólafsdóttir 6, Sara Dögg Hjaltadóttir 4/1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Erla María Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 7/1, 21,9% – Ísabella Schöbel Björnsdóttir 5, 50%.
Mörk ÍBV: Ásdís Guðmundsdóttir 7/2, Birna Berg Haraldsdóttir 5/2, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 5, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Karolina Olszowa 2, Birna María Unnarsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 13/1, 35,1%. – Réka Edda Bognár 1, 25%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Haukar – KA/Þór 26:20 (13:11).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/3, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Sara Odden 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 9, 31%.
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 7/6, Nathalia Soares Baliana 4, Telma Lísa Elmarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 17/2, 39,5%.

Leikur í gærkvöld:

Afturelding – Fram 26:35 (11:15).

Mörk Aftureldingar: Hildur Lilja Jónsdóttir 9/5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Susan Ines Gamboa 4, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 1, Katrín Erla Kjartansdóttir 1, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Katrín Helga Davíðsdóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 11/1, 26,2% – Rebecca Fredrika Adolfsson 1, 20%.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 7, Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7/1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1, Elín Ása Bjarnadóttir 1, Íris Anna Gísladóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 4/1, 18,2% – Andrea Gunnlaugsdóttir 1, 11,1%. (Talningu HBStatz var ábótavant).

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -