- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olís karla: Víkingar upp í sjötta sæti – úrslit kvöldsins og staðan

Jón Gunnlaugur Viggósson fráfarandi þjálfari Víkings. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og tóku heim með sér stigin tvö sem voru í boði í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 21:19, og hafa þar með lyft sér upp í 6. sæti Olísdeildar karla þegar aðeins er einni viðureign ólokið í 5. umferð. Sverrir Andrésson markvörður Víkings kunni vel við sig í Sethöllinni. Hann átti stórleik og reif samherjana með sér, varði 15 skot, 44%.

Víkingar hafa þar með fjögur stig á sama tíma og raunir Selfossliðsins halda áfram. Liðið er stigalaust í neðsta sæti.

Ísak skoraði 13 í Kórnum

Valur er áfram efstur og einn liða án taps í deildinni. Valsmenn unnu öruggan sigur á nýliðum HK, 32:20, í Kórnum. HK töpuðu þar með þriðja leiknum í röð og öðrum í röð með talsverðum mun. Ísak Gústafsson sprakk út í Kórnum í kvöld og skoraði 13 mörk fyrir Valsliðið, ekkert þeirra úr vítaköstum.

Stórskytta í stuði

Stórskyttan úr Mosfellsbæ og samherji Ísaks úr bronsliði Íslands á HM 20 ára landsliða í sumar, Þorsteinn Leó Gunnarsson, skoraði líka 13 mörk fyrir sitt lið, Aftureldingu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ, 28:24. Stjarnan lék í fyrsta sinn undir stjórn Mosfellingsins Hrannars Guðmundssonar sem tók við þjálfun liðsins á laugardaginn. Afturelding var með yfirhöndina allan leikinn en undir lokin náði Stjarnan að minnka muninn í tvö mörk, 22:20. Jovan Kukobat markvörður Aftureldingar mætti þá til leiks og skellti í lás.

Átta marka sigur án Arons

Án Arons Pálmarssonar lögðu FH-ingar liðsmenn Fram með átta marka mun, 32:24, í heimsókn í Úlfarsárdalinn. Framliðið missti móðinn þegar á leið og FH-ingar gengu á lagið. Arnór Máni Daðason var öflugur í marki Framara og eins var Rúnar Kárason sterkur í sókninni með 10 mörk. Meira þurfti þó til þess að skjóta FH-ingum skelk í bringu. Í fjarveru Arons tók ungur frændi hans, Garðar Ingi Sindrason, sæti í FH-liðinu.

Annar í röð hjá Haukum

Haukar unnu annan leik sinn í röð þegar Gróttumenn sóttu þá heim á Ásvelli, 39:23. Þar með tókst Gróttu ekki að vinna annan leik sinn í röð fremur en stundum áður þegar sá möguleiki hefur verið fyrir hendi. Gróttu tókst semsagt ekki að “tengja saman” tvo leiki eins og er í tísku að segja nú til dags þegar lið vinna tvo leiki í strikklotu.

Annan leikinn í röð lék Össur Haraldsson afar vel fyrir Hauka. Hann skoraði 9 mörk í kvöld, einu færra en gegn Víkingi í síðari hálfleik. Guðmundur Bragi Ástþórsson lék einnig afar vel í kvöld sem sannarlega eru gleðitíðindi. Guðmundur Bragi skoraði sjö mörk og skapaði níu marktækifæri, þar af voru sjö stoðsendingar.

Vörn og markvarsla var í molum hjá Gróttu hvort sem þar er um að kenna brotthvarfi Ólafs Brims Stefánssonar eða ekki.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins

Haukar – Grótta 39:28 (20:15).
Mörk Hauka: Össur Haraldsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 7, Geir Guðmundsson 4, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Úlfur Gunnar Kjartansson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8/1, 28,6% – Magnús Gunnar Karlsson 4, 33,3%.
Mörk Gróttu: Hannes Grimm 5, Ágúst Emil Grétarsson 5, Antoine Óskar Pantano 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3/1, Jakob Ingi Stefánsson 3, Ari Pétur Eiríksson 2, Jón Ómar Gíslason 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Andri Fannar Elísson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 4, 12,1% – Shuhei Narayama 2, 16,7%.

HK – Valur 20:34 (11:18).
Mörk HK:
Sigurður Jefferson Guarino 4/2, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Jón Karl Einarsson 2, Ari Sverrir Magnússon 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Kristján Pétur Barðason 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 14, 29,8%.
Mörk Vals: Ísak Gústafsson 13, Andri Finnsson 4, Allan Norðberg 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Alexander Peterson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Jóel Bernburg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15, 46,9% – Arnar Þór Fylkisson 4/1, 57,1%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Fram – FH 24:32 (14:16).
Mörk Fram: Rúnar Kárason 10/3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Eiður Rafn Valsson 2, Ívar Logi Styrmisson 1, Bjartur Már Guðmundsson 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Marko Coric 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 17/1, 35,4% – Lárus Helgi Ólafsso 0.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 7, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Ásbjörn Friðriksson 4/2, Birgir Már Birgisson 4, Einar Örn Sindrason 4/2, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 12, 38,7% – Axle Hreinn Hilmisson 1, 16,7%.


Selfoss – Víkingur 19:21 (10:11).
Mörk Selfoss: Sveinn Andri Sveinsson 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Hans Jörgen Ólafsson 3, Gunnar Kári Bragason 2, Einar Sverrisson 1, Jason Dagur Þórisson 1, Hannes Höskuldsson 1, Richard Sæþór Sigurðsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 7, 25,9% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 0.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 5, Agnar Ingi Rúnarsson 5/1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4/4, Brynjar Jökull Guðmundsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Igor Mrsulja 1, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 15/1, 44,1%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Stjarnan – Afturelding 24:28 (10:14).
Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 8, Pétur Árni Hauksson 7, Jón Ásgeir Eyjólfsson 3, Haukur Guðmundsson 3, Tandri Már Konráðsson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 9, 25% – Adam Thorstensen 0.
Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 13, Blær Hinriksson 8/5, Birgir Steinn Jónsson 3, Ihor Kopyshynskyi 2, Leó Snær Pétursson 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 6, 54,5% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 5, 20,8%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Síðasti leikur 5. umferðar fer fram í Vestmannaeyjum á laugardaginn þegar ÍBV og KA mætast klukkan 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -