- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er stórskyttan lögst í dvala eða útdauð?

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Höfundurinn Erlingur Richardsson hefur þjálfað handknattleik um árabil, m.a. landslið Hollands og Sádi Arabíu, félagsliðin West Wien, Füchse Berlin, HK og ÍBV. Undir stjórn Erlings varð karlalið ÍBV Íslandsmeistari 2023 og bikarmeistari 2020. Einnig var hann annar þjálfara Íslandsmeistaraliðs HK 2012.

Á Ólympíuleikunum 2008, þar sem íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann til silfurverðlauna, voru 42% allra skota á markið framkvæmd á 9 metrum (9m) eða lengra frá marki, eða fyrir utan 9m punktalínu eins og sagt er í daglegu tali (Claes Hellgren). Á EM 2010 kvenna og karla voru 44%  og 46% skota á markið fyrir utan 9m.

Frá EM 2010 til EM2022 hefur skotum frá 9m fækkað, úr 46% skotum niður í 26%. Það má því segja, á 14 árum, þá hefur 9m skotum fækkað niður í 1/5 allra skota á markið á EM úr því að vera tæpur helmingur allra skota (EHF, Mats Olsson 2023).

Svipaða niðurstöðu má finna í verkefni frá austurríkismanninum Michael Draca sem skoðaði leikfræði þeirra félagsliða sem léku í fjögraliða úrslitum Evrópukeppninnar 2023, karla  (Final four champions league). Þar léku til úrslita lið PSG, Kielce, Magdeburg og Barcelona.

Eftirfarandi tölur eru lýsandi fyrir þau skot sem voru framkvæmd fyrir innan punktalínu (9m). Í þessari tölfræði eru líka þau skot sem rötuðu á markið en var dæmt fríkast eftir á, en þau skot eru stundum ekki talin með í almennri tölfræði í handknattleik.

Hlutfall skota innan 9m í fjögurra liða úrslitum meistaradeildarinnar 2023, karla.

Kielce:

              Leikur 1: 82,4%.

Leikur 2: 81,6%.

              Að jafnaði 82%.

Magdeburg:

              Leikur 1: 92,3%.

              Leikur 2: 86%.

              Að jafnaði 89,2%.

PSG:

              Leikur 1: 75,5%.

              Leikur 2: 74,6%.

              Að jafnaði 75,1%.

Barca:

              Leikur 1: 79,2%.

              Leikur 2: 78,8%.

              Að jafnaði 79%.

Í átta leikjum voru 81,3% allra skota framkvæmd fyrir innan 9m. Magdeburg tóku að jafnaði flest skot allra liða innan 9m. Í leik eitt tóku þeir t.d 92,3% allra skota innan 9m. Í verkefni Draca bendir hann einnig á það að tæplega 45% þessara skota sem eru framkvæmd fyrir innan 9m eiga sér stað þar sem sóknarmaður þarf að skjóta framhjá varnarmanni, 33,7% á svæði sem nær á milli bakvarða (milli 2 og 3, milli 3 og 4, milli 4 og 5)  og 21,6% á milli hornamanna og bakvarða (milli 1 og 2)

Ef rýnt er í þessa tölffræði, bæði frá landsliðum karla og kvenna og frá þessum átta leikjum í úrslitum meistaradeildarinnar, þá má velta fyrir sér hvort að köllunin eftir fleiri stórskyttum sem geta skotið fyrir utan 9m sé barns síns tíma?

  • Eru sóknarlið farin að leita meira í það að komast í stöðu 1vs1, frekar en að leggjast t.d í blokk fyrir hávaxna skyttur?
  • Þurfa sóknarleikmenn frekar að geta boðið upp á fjölbreyttari skotstíl til að koma bolta framhjá varnarmönnum?
  • Hentar þessi leikstíll frekar lágvaxnari og kvikari leikmönnum?
  • Gæti þessi þróun hentað okkar landsliðum betur þar sem við höfum ekki jafn marga hávaxna leikmenn sem stunda handbolta á Íslandi?
  • Er kannski engin munur á karla og kvenna handbolta?

Einnig er spurning hvort að áherslur í markvörslu verði ekki líka að taka mið af þessum breytingum?

  • Er samvinna varnarmanns og markmanns varðandi hávörn orðin minna mikilvæg eða kannski enn þá jafn mikilvæg en kemur sjaldnar upp?
  • Þurfa svokallaðir þristar í vörn að vera hávaxnir fyrir hávarnir og líka sterkir til að glíma við 1vs1 eða einungis sterkir?
  • Eru fleiri skot framkvæmd þannig að sóknarmaður er í meira klafsi við varnarmann?

Kv. Erlingur Richardsson og Michael Draca.

(Leturbreytingar: handbolti.is).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -