- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór kemur til greina sem leikmaður ársins í Sviss

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen, er einn þriggja leikmanna sem valið stendur á milli í vali á leikmanni ársins í Sviss. Upplýst verður um hver hreppir hnossið á uppskeruhátið handknattleiksfólks í Sviss síðar í þessu mánuði. Óðinn Þór var valinn nýliði ársins í fyrra eftir að hann sló í gegn á sínu fyrsta keppnistímabili hjá Kadetten.

Alls skoraði Óðinn Þór 151 mark í deildarkeppninni í Sviss og varð fjórði markahæstur. Að úrslitakeppninni meðtalinni hefur Óðinn Þór skorað 202 mörk.

Hrvoje Horvat þjálfari Kadetten er einn þriggja þjálfara sem valið stendur á milli þegar kemur að þjálfara tímabilsins. Forveri Horvat, Aðalsteinn Eyjólfsson, hreppti hnossið á síðasta ári eftir að framhjá honum var gengið vorið 2022.

Kadetten, sem varð deildarmeistari í vor, mætir Pfadi Winterthur í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Schaffhausen á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -