- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðalsteinn bestur – Óðinn Þór eftirlæti áhorfenda

Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Aðalsteinn Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen, var valinn þjálfari ársins á uppskeruhátíð svissneska handknattleikssambandsins sem haldið var í gærkvöld.

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn vinsælasti leikmaður svissnesku karladeildarinnar, eða eftirlæti áhorfenda, á hófinu. Nafnbótin jaðrar við val á besta leikmanni í deildarinnar, að mati áhorfenda.

Óðinn Þór Ríkharðsson og Aðalsteinn Eyjólfsson í sínu fínasta pússi með verðlaunagripina á lokahófinu í gærkvöld. Mynd/Aðsend

Hreppti loks hnossið

Eftir þrjú ár sem þjálfari Kadettenn Schaffhausen hreppti Aðalsteinn loksins hnossið í vali á þjálfara ársins. Gengið var framhjá honum í fyrra þegar Kadetten var með yfirburði í deildinni. Forskot liðsins var ekki eins afgerandi á nýliðinni leiktíð. Kadetten varð svissneskur meistari annað árið í röð og komst alla leið í átta liða úrslit í Evrópudeildinni hvar liðið tapaði með minnsta mun fyrir Füchse Berlin sem síðar stóð uppi sem Evrópumeistari.

Aðalsteinn hættir hjá Kadetten í sumar og tekur við GWD Minden í Þýskalandi.

Eins og stromsveipur

Óðinn Þór kom eins og stormsveipur inn í deildina á sínu fyrsta leiktímabili með Kadetten og greip fljótlega augu áhorfenda fyrir kapp sitt, leikgleði og mörk í ölum litum regnbogans. Hann varð markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar og skoraði flest mörk að meðaltali af öllum leikmönnum svissnesku A-deildarinnar.
Óðinn Þór varð þó ekki markakóngur í Sviss þar sem hann missti af tveimur fyrstu mánuðum leiktíðarinnar vegna meiðsla.
Nýverið samdi Óðinn Þór við Kadetten til ársins 2027.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -