- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennakastið: Tekur Zecevic upp þráðinn á ný með Stjörnunni?

Darija Zecevic markvörður. Mynd/Stjarnan
- Auglýsing -

Tekur Darija Zecevic markvörður upp þráðinn með Stjörnunni í Olísdeild kvenna? Því er haldið fram í fyrsta þættinum af Kvennakastið sem hefur hafið göngu sína á nýjan leik í umsjón Jóhanns Inga Guðmundssonar og Sigurlaugar Rúnarsdóttur.

Fyrsti þátturinn fór í loftið í morgun þar sem fullyrt er að markvörðurinn sterki standi innan skamms á ný á milli stanganna í marki Garðabæjarliðsins. Slíkt væri hvalreki fyrir Stjörnuna sem er án stiga eftir tvo fyrstu leikina í Olísdeildinni.


Í fyrsta þætti Kvennakastsins var sjónum beint að Olísdeild kvenna og Grill 66-deild kvenna. Gestur þáttarins var Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari Gróttu.

Meðal annars efnis í fyrsta þætti:

  • Hverjar stóðu uppúr og hverjum eigum við að fylgjast með í vetur?
  • Urðu óvænt úrslit eða hvernig byrja liðin tímabilið?
  • Hvernig er spá vetrarins og hvaða lið er talið falla í Grillið í vor?
  • Er von á fleiri leikmönnum eða eru öll liðin orðin fullmönnuð?
  • Svo var hitað upp fyrir Grill 66 deild kvenna sem hefst í vikunni.
  • Hvernig mun Grilldeild kvenna byrja um næstu helgi og hvernig hafa liðin styrkt sig fyrir Grill-átök vetrarins?
  • Hvað lið fer beint upp og hvaða lið fara í umspil?
    Þáttinn er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -