- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennalandslið Íslands á leið á HM í desember

Kvennalandsliðið tekur þátt í sterku móti í Noregi rétt fyrir HM í nóvemberlok. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik, stelpurnar okkar, fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki samkvæmt tilkynningu Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF) í morgun þegar ákveðið var hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023.

Leikið verður í Skandinavíu, það er að segja í Noregi, Svíþjóð og Danmörku frá 30. nóvember til 17. desember. Kvennalandsliðið er því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012 og á HM í fyrsta sinn í 12 ár.

Íslenska liðið lék í umspili gegn Ungverjalandi um laust sæti á HM í vor en tapaði. HSÍ sótti fast að fá annað af tveimur sætum sem stjórn IHF úthlutaði enda tapaði íslenska landsliðið með næst minnstum mun í undankeppni á HM. Austurríki tapaði með minni mun, tveimur mörkum fyrir Spáni.

Ísland verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla 6. júlí nk.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir íslenskan kvennahandbolta og ritstjórn handbolti.is óskar öllum sem í hlut eiga innilega til hamingju.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -