- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvöddu þjálfarann og skelltu meisturunum

Aron Pálmarsson, leikamaður Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aðeins sólarhring eftir að næst neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Ribe-Esbjerg, kvaddi þjálfara sinn, Kristian Kristensen, reis það upp eins og fuglinn Fönix og lagði Danmerkurmeistara og silfurlið Meistaradeildarinnar í vor, Aalborg Håndbold, með þriggja marka mun á heimavelli sínum í dag, 36:33.


Leikmenn Ribe-Esbjerg voru fimm mörkum undir í hálfleik, 18:13. Algjör umpólun varð á leiknum í síðari hálfleik eins og tölurnar gefa e.t.v. til kynna.


Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í fimm skotum og átti fjórar stoðsendingar fyrir Álaborgarliðið sem þar með tapaði öðrum leik sínum í deildinni á leiktíðinni. Aalborg er fjórum stigum á eftir GOG sem vann stórsigur á Lemvig, 41:23, á heimavelli í dag. GOG er með fullt hús stiga eftir 11 leiki.


Viktor Gísli Hallgrímsson var hluta leiksins í marki GOG og varði fjögur skot, 21%. Jerry Tollbing fór á kostum og skoraði 14 mörk í 17 skotum, þar af þrjú úr vítakasti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -