- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvöldkaffi: Bjarki, Orri, Birta, Arnar, Tryggvi, Halldór, Olsson, Neagu

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir  Telekom Veszprém þegar liðið vann  Pick Szeged, 30:25, í Szeged í uppgjöri tveggja efstu liða ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Bjarki og félagar eru með 20 stig að loknum 10 leikjum. Pick Szeged er í öðru sæti með 16 stig eftir níu leiki.
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark þegar lið hans, Sporting, vann Porto, 26:25, í Porto í dag í uppgjöri efstu liðanna í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Sporting var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13. Sporting er efst í deildinni með 33 stig að loknum 11 leikjum, fullt hús stiga. Porto er þremur stigum á eftir, hefur unnið níu leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. 
  • Stöðuna í mörgum deildum evrópska handboltans er að finna hér.
  • Birta Rún Grétarsdóttir skoraði fjögur mörk og var einu sinni vikið af leikvelli í tíu marka sigri Fjellhammer á Kjelsås, 29:19, næst efstu deild norska handknattleiksins í dag. Leikurinn fór fram í Fjellhamar Arena. Birta og samherjar eru í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig eftir níu leiki, eru fjórum stigum á eftir Haslum sem er efst. 
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Amo HK þegar liðið tapaði fyrir Ystads IF HF í heimsókn til Ystad í dag, 32:25. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Amo HK misst taktinn upp á síðkastið og situr nú í 6. sæti með 9 stig eftir 9 leiki. 
  • Tryggvi Þórisson lék með Sävehof en skoraði ekki mark þegar liðið vann Guif frá Eskilstuna, 35:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Sävehof er efst í deildinni með 14 stig eins og Hammarby þegar níu umferðir eru nær því á enda. 
  • Lið Nordsjælland sem Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar, tapaði í dag fyrir Skanderborg AGF, 27:23, í 12. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. Leikið var á heimavelli Skanderborg AGF á Jótlandi. Heimaliðið var öflugra í síðari hálfleik en staðan var jöfn í hálfleik, 14:14. Nordsjælland situr í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar.
  • Stöðuna í mörgum deildum evrópska handboltans er að finna hér.
  • Staffan Olsson hefur skrifað undir nýjan samning um þjálfun hollenska karlalandsliðsins í handknattleik. Nýi samningurinn gildir til ársins 2026. Olsson tók við þjálfun hollenska landsliðsins vorið 2022 af Eyjamanninum Erlingi Richardssyni sem þjálfaði landsliðið frá 2017.
  • Þegar eru seldir nærri 60% aðgöngumiða á leiki Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í janúar í Þýskalandi. Nær uppselt er á alla leiki þýska landsliðsins, ekki aðeins í riðlakeppninni heldur einnig í milliriðlakeppninni en heimamenn eru bjartsýnir á að lið þeirra komist upp í riðlakeppninni, sem verður að teljast eðlilegt. 
  • Cristina Neagu hefur framlengt samning sinn við rúmenska meistaraliðið CSM Búkarest til eins árs. Neagu hefur árum saman verið ein fremsta handknattleikskona heims og m.a. markahæsti leikmaður Evrópumóta landsliða. Hún sló markamet Guðjóns Vals Sigurðssonar á EM á síðasta ári. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -