- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lærisveinar Erlings fara ekki á HM

Erlingur Richardsson er hættur að þjálfa karlalandslið Sádi Arabíu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hollenska landsliðið, undir stjórn Erlings Richardssonar, tapaði í dag með sjö marka mun á heimavelli fyrir landsliði Portúgals í síðari umspilsleiknum fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla, 35:27. Eftir þriggja marka sigur hollenska landsliðsins, 33:30, á fimmtudaginn í Portúgal stóð það vel að vígi.


Vopnin snerust í höndum Hollendinganna í Eindhoven í dag gegn sterku portúgölsku liði sem var með tveggja marka forskot í hálfleik, 17:15. Allan síðari hálfleikinn voru Portúgalar yfir en það var ekki fyrr en á síðasta stundarfjórðungnum sem leiðir skildu fyrir fullt og fast. Þá skoruðu Portúgalar 10 mörk gegn fjórum.

Munurinn lá ekki hvað síst í markvörslunni. Gustavo Capdeville og Miguel Ferreira markverður portúgalska liðsins vörðu allt hvað af tók meðan kollegar þeirra hinum megin vallarins voru daufir.

Hollendingurinn Luc Steins sækir á milli Alexis Borges og Fabio Ramos Magalhaes í leiknum í Eindhoven í dag. Mynd/EPA


Örvhenta skyttan Kay Smits var markahæstur hjá hollenska liðinu með átta mörk. Dani Baijens var næstur með fimm mörk.


Martím Mota da Costa skotaði 10 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Alexis Borges var næstur með sex mörk.


Holland hefur tekið þátt í tveimur síðustu Evrópumótum í karlaflokki en verður að bíða enn um sinni eftir að taka þátt í lokakeppni HM. Holland var í fyrsta og eina skiptið til þessa á meðal þátttökuþjóða á HM 1961.


Tveir síðustu leikir Evrópuhluta undankeppni HM fara fram síðdegis. Norður Makedóníumenn fá Tékka í heimsókn til Skopje og Grikkir sækja Svartfellinga heim til Podgorica.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -