- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lagðir af stað í langt ferðalag – óvissa um styrk andstæðingsins

Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum reyndist fyrrverandi samherjum erfiður í kvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Karlalið Hauka í handknattleik hélt af stað í morgun áleiðis til Aserbaísjan þar sem liðsins bíða tvær viðureignir við liðið Kur í borginni Mingachevir, sem er liðlega 400 km frá höfuðborginni Bakú. Leikirnir eru liður í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik.


Haukar flugu í morgun til München. Þaðan var haldið til Istanbúl í Tyrklandi. Frá Istanbúl verður flogið til Bakú sem er við SV-strönd Kaspíahafs. Ekið verður frá Bakú til Mingachevir sem er inni í miðju landi. Er þetta vafalaust lengsta keppnisferð sem íslenskt félag hefur tekist á við vegna þátttöku í Evrópukeppni.

Lofleiðin á milli Íslands og Aserbaísjan er um 5.000 km.
Engar gleðifregnir biðu leikmanna og þjálfara við komuna til München eftir hádegið en þá hafði dómstóll HSÍ dæmt viðureign Hauka við ÍBV í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins tapaða.

Vonir standa til þess að Haukar verði komnir til Mingachevir annað kvöld. Leikirnir hefjast klukkan 13, bæði á laugardag og sunnudag.

Lítið vitað

Óvíst er hver styrkleikinn er á liði Kur en það er fyrsta handknattleiksliðið í karlaflokki frá Aserbaísjan sem kemst í 32-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða. Auk Asera þá leika fimm Svartfellingar með Kur, einn Serbí og einn Nígeríumaður. Landslið Aserbaísjan hefur ekki þótt öflugt á alþjóðlegan mælikvarða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -