- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landin verður samherji Arons og Hansen

Niklas Landin landsliðsmarkvörður Dana flytur heim eftir ár. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Skrautfjöðrum fjölgar í hatti danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold eftir ár þegar danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin gengur til liðs við félagið. Nordjsyske greinir frá þessu í morgun samkvæmkvæmt heimildin. Landin kemur til Aalborg Håndbold frá og með sumrinu 2023.


Landin bætist þar með í einstakan leikmannahóp Aalborg Håndbold og verður m.a. samherji Arons Pálmarssonar og Mikkel Hansen. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins. Fleiri framúrskarandi handknattleiksmenn eru í herbúðum danska liðsins sem ætlar sér að vera áfram í hópi allra bestu handknattleiksliða heims. Aalborg lék til úrslita í Meistaradeild Evrópu á síðasta keppnistímabili.


Landin, sem er 33 ára gamall, hefur verið einn allra besti markvörður heims á undanförnum árum og var m.a. á dögunum kjörinn handknattleiksmaður ársins 2021 af Alþjóða handknattleikssambandinu. Var þetta í annað sinn sem Landin hreppir hnossið fyrstur markvarða.


Landin lék með GOG og Bjerringbro-Silkeborg frá 2006 til 2012 áður en hann fór til Þýskalands þar sem hann var um skeið með Rhein-Neckar Löwen en síðustu sjö ár verið aðalmarkvörður THW Kiel og er sigursælasti handknattleiksmarkvörður á síðari árum, hið minnsta. Hann hefur unnið öll helstu verðlaun sem í boði eru með landsliðum og félagsliðum.

Uppfært: Aalborg Håndbold hefur með tilkynningu staðfest komu Landin til félagsins sumarið 2023. Samningur Landin og Aalborg Håndbold gildir til ársins 2027.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -