- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsleik frestað í Madrid vegna hríðarveðurs

Lino Cervar, hinn litríki landsliðsþjálfari Króata verður ekki með lið sitt í eldlínunni í Madrid í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viðureign Evrópumeistara Spánar og silfurliðs EM, Króatíu, sem fram átti að fara í Madrid í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Illviðri er í Madrid um þessar mundir með hríðarveðri og skafmold sem hefur m.a. sett flug til og frá borginni úr skorðum. Talsverður snjór mun nú vera í spænsku höfuðborginni, nokkuð sem er ekki alvanalegt en þó ekki alveg óþekkt.

Króatíska liðið átti að koma til Madrid fyrir hádegi í dag. Leikurinn átti að vera lokahnykkur á undirbúningi beggja landsliða fyrir HM sem hefst í Kaíró í Egyptalandi á miðvikudag.


Leikur þjóðanna er liður í svokallaðri EHF-bikarkeppni landsliða þar sem mætast tvö efstu lið síðasta Evrópumóts og gestgjafar þess næsta, Ungverjar og Slóvakar. Keppninni var komið á til þess að veita þeim landsliðum sem þegar eru örugg um keppnisrétt í næstu lokakeppni tækifæri til að spreyta sig meðan önnur landslið Evrópu berjast um þau 20 sæti sem eru í boði í næstu lokakeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -