- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðkonan framlengir samning sinn við nýliðana

Katla María Magnúsdóttir landsliðskona hefur framlengt samning sinn til tveggja ára. Hún vonast til að mæta aftur út á völlinn fyrir árslok. Ljósmynd/Umf. Selfoss
- Auglýsing -

Landsliðskonan Katla María Magnúsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni í dag.

Leikmaður ársins

Katla María hefur verið einn af lykilleikmönnum Selfoss og með góðri frammistöðu unnið sér inn sæti í A-landsliðinu sem hún fór með á HM í desember síðastliðnum hvar liðið vann m.a. forsetabikarinn. Katla María var útnefnd leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna á lokahófi Selfoss, þá var hún einnig valin leikmaður ársins í Grill 66-deild kvenna á lokahófi HSÍ. Einnig varð Katla María næst markahæst í Grill 66-deildinni, næst á eftir samherja sinum Perlu Ruth Albertsdóttur.

Meiddist illa í mars

Katla María meiddist alvarlega á ökkla í undanúrslitaleik Poweradebikarsins í byrjun mars. Hún fór m.a. úr ökklalið og liðbönd slitnuðu. Í samtali við handbolta.is á dögunum sagði Katla María að endurhæfing gengi að óskum. Hún fer sér þó í engu óðslega, vill ná góðum bata en vonast til að mæta aftur út á leikvöllinn áður en árið verður á enda runnið.

„Það gleður okkur að þessi öflugi leikmaður og glæsilega fyrirmynd ætli að taka þátt í áframhaldandi uppsveiflu kvennahandboltans á Selfossi,“ segir í tilkynningu Umf. Selfoss í dag.

Selfoss endurheimti í vor sæti sitt í Olísdeild kvenna eftir eins árs fjarveru. Lið félagsins vann Grill 66-deildina með talsverðum yfirburðum, vann allar 18 viðureignir sínar. Þess utan komst lið Selfoss í undanúrslit Poweradebikarsins.

Olísdeild kvenna.

Nýjustu fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -