-Auglýsing-

Landsliðkonurnar unnu toppslaginn í Þýskalandi

- Auglýsing -

Íslendingaliðið HSG Blomberg-Lippe vann í kvöld toppslaginn í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna er liðið lagði HSG Bensheim/Auerbach, 35:31, á heimavelli í fimmtu umferð deildarinnar. Fyrir viðureignina í Sporthalle an der Ulmenallee hafði hvorugt liðið tapað stigi. Það var hinsvegar Blomberg-Lippe sem var sterkara í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var jöfn, 17:17.


Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu að vanda til sín taka. Díana Dögg átti stórleik og skoraði m.a. fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Hún var einnig með sköpuð færi og vann einn liðsmann HSG Bensheim/Auerbach af leikvelli.

Andrea skoraði þrjú mörk átti fjórar stoðsendingar, eitt skapað færi, stal boltanum einu sinni og vann andstæðing af leikvelli í eitt skipti.

Elín Rósa skoraði tvö mörk.


Áður en landsliðskonurnar snúa sér að æfingum og leikjum með íslenska landsliðinu eftir helgina eiga þær leik með Blomberg-Lippe á heimavelli á laugardaginn gegn Sport-Union Neckarsulm.

Staðan í þýsku 1. deildinni í kvennaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -