- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Langþráður sigur og níu mörk

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu langþráðan sigur í dag í fimmtu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik og það nokkuð öruggan. BSV Sachsen Zwickau vann Bayer Leverkusen með sjö marka mun, 39:32. Díana Dögg átti stórleik, skoraði níu mörk og átti sjö stoðsendingar. Þrír leikmenn liðsins voru ákafir við markaskorun og gerðu alls 30 mörk.


BSV Sachsen Zwickau var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16.

„Þetta var sveiflukenndur leikur, fullt af mistökum bæði í vörn og sókn og mörg klaufaleg. En við unnum og það með talsverðum mun þrátt fyrir litla markvörslu,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is eftir sigurinn sem færði BSV Sachsen Zwickau úr neðsta sæti deildarinnar og upp í það tólfta.


Auk markanna níu og stoðsendinganna sjö vann Díana Dögg eitt vítakast, stal boltanum tvisvar, vann eitt frákast og varð þess valdandi að tveir leikmenn Leverkusen voru sendir í tveggja mínútna kælingu.


Sara Odden kom lítið við sögu í sóknarleik BSV Sachsen Zwickau en var aðeins með í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelli.

Sandra fagnaði líka

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen unnu einnig sinn leik í dag er liðið mætti Union Halle-Neustadt, 30:25, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir, 17:14. Sandra náði ekki að skora í leiknum en tók drjúgan þátt í viðureigninni.


Metzingen er í áttunda sæti af 14 liðum deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki.


Nú verður gert hlé á keppni í þýsku 1. deildinni fram í byrjun desember vegna Evrópumóts kvenna í handknattleik sem hefst 3. nóvember.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -