- Auglýsing -
- Auglýsing -

Langur sjúkralisti á Selfossi

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, og hans menn fá Gróttu í heimsókn Í Sethöllina í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss í handknattleik, segir að talsvert margir leikmenn séu frá keppni um þessar mundir. Margt bendir til að hann verði ekki búinn að fá alla þá sem eru núna á sjúkralista til leiks fyrr en snemma á næsta ári.

„Við verðum í vandræðum fram yfir áramót. Nú getum við tínt til tíu eða ellefu leikmenn sem gætu verið í byrjunarliðinu sem eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla,“ sagði Halldór Jóhann þegar handbolti.is hitti hann að máli á laugardaginn þegar Ragnarsmótið stóð sem hæst í Iðu á Selfossi.


Meðal þeirra má nefna m.a. nefna Vilius Rasimas, markvörð, Tryggva Þórisson, Guðmundur Hólmar Helgason, Atla Ævar Ingólfsson, Svein Aron Sveinsson, Magnús Öder Einarsson, Sverri Pálsson, Daníel Karl Gunnarsson, Hannes Höskuldsson auk Árni Steins Steinþórssonar. Ísak Gústafsson var með U19 ára landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu.

Fjölmennur hópur


„Við erum hinsvegar með mikla breidda af ungum leikmönnum sem fengu góðan tíma til þess að öðlast reynslu í leikjunum á Ragnarsmótinu. Við dreifðum álaginu vel á milli leikjanna,“ sagði Halldór Jóhann sem segist engu að síður horfa bjartsýnn fram á veginn þótt nokkuð hafi verið um ágjafir.

Verðum undir pari

„Við verðum undir pari fyrstu vikurnar og mánuðina af mótinu meðan menn eru að koma til baka. Það er ljóst,“ sagði Halldór Jóhann og bætti við spurður hvort langt væri í að einhverjir menn af ofangreindum sjúkralista skiluðu sér á leikvöllinn.


„Ég vonast til að Rasimas og Atli Ævar komi inn til æfinga með okkur í næstu viku. Tryggvi og Magnús Öder geta hugsanlega byrjað að spila í nóvember. Það er lengra í alla hina. Álagið verður mikið á þeim sem eru í hópnum í dag. Vonandi verðum við ekki fyrir því að fleiri meiðist,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -